Bjarki Björn Gunnarsson - ÍBV
„Bjarki Björn var besti maður vallarins í dag. Hann er í hlutverki sem hentar honum gríðarlega vel og er bara frábær leikmaður," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 3-2 útisigur Eyjamanna gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær.
Talað var um í Innkastinu að Bjarki Björn væri mjög vanmetinn leikmaður en hann er aðra umferðina í röð í liði umferðarinnar og þá er hann núna Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Talað var um í Innkastinu að Bjarki Björn væri mjög vanmetinn leikmaður en hann er aðra umferðina í röð í liði umferðarinnar og þá er hann núna Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 ÍBV
Bjarki, sem er 24 ára gamall, lék á láni í Vestmannaeyjum frá Víkingi Reykjavík 2023 og 2024 en Eyjamenn keyptu hann alfarið í vetur og hann skrifaði undir þriggja ára samning.
Bjarki Björn lék listir sínar og fór illa með Stjörnumenn í gær. Hann hefur sýnt að hann kann að skora glæsimörk og gerði eitt slíkt í leiknum, skot sem fór í slá og inn.
„Arnór (Ingi Kristinsson) tíaði boltann upp fyrir mig og það var lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær. Maður átti nokkur góð í Lengjunni í fyrra og maður þarf að sýna sig líka í Bestu deildinni," sagði Bjarki Björn eftir leik.
Leikmenn umferðarinnar:
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
Athugasemdir