Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mán 12. júní 2023 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH reynir við Petur Knudsen
Í leik með U21 landsliðinu fyrir tveimur árum.
Í leik með U21 landsliðinu fyrir tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni greindi frá því í þætti dagsins að FH væri að fá Petur Knudsen, sóknarmann Lyngby, í sínar raðir. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, er á leið í nám til Bandaríkjanna í ágúst og samkvæmt Kristjáni Óla átti Petur að koma inn til að fylla í skarð Úlfs.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net lítur ekki út fyrir að Petur sé á leið í FH eins og er. FH vildi fá Petur fyrir tímabilið en það datt upp fyrir sig þegar Alfreð Finnbogason meiddist hjá Lyngby.

Petur er 25 ára sóknarmaður sem getur spilað fremst á vellinum sem og í holunni og á kantinum. Samningur hans við Lyngby rennur út í lok mánaðar. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem undirbýr sig nú fyrir komandi leiki með Færeyjum í undankeppni EM. Á liðnu tímabili kom hann ekkert við sögu fram að vetrarfríi en lék í átta af tíu síðustu leikjum Lyngby og skorað tvö mörk fyrir liðið.

Fleiri íslensk félög hafa sýnt Petur áhuga. Faðir Petur er Jens Martin sem lék með Leiftri tímabilin 1998-2000.


Athugasemdir
banner
banner
banner