Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 12. júlí 2024 21:50
Sverrir Örn Einarsson
Steini um gagnrýnendur: Geta borðað skítuga sokka
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Þýskalands þar sem Ísland vann glæsilegan 3-0 sigur á ógnarsterku liði Þýskalands og tryggði sér um leið sæti á sínu fimmta Evrópumóti í röð var Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins spurður út í þá gagnrýni sem hann sem þjálfari og liðið hefur fengið undanfarin ár sem hann hefur verið við stjórnvölin hjá liðinu.

   12.07.2024 18:09
Ísland á fimmta Evrópumótið í röð með sögulegum sigri (Staðfest)

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Þorsteinn sem hefur ekki verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum vildi meina að liðið hafi alltaf verið á góðri vegferð og
að gagnrýnin hafi ekki alltaf verið réttmæt.

„Við höfum bara þróast sem lið hægt og rólega. Við vorum gagnrýnd mikið eftir þennan Þýskalandsleik sem var lélegur en öll lið geta átt lélega leiki. Mér fannst í raun gagnrýnin á liðið 2023 mjög skrýtin á köflum. Mér fannst liðið alltaf vera að þróast í rétta átt, við náðum í góð úrslit alveg fram að Þjóðardeildinni. Við töpum á móti Finnum hérna heima sem var okkar slakasti leikur en svo fórum við til Austurríkis og unnum þær þar.

„Síðan byrjar Þjóðardeildin og auðvitað tók bara smá tíma að þróa liðið og við höfum unni' ötullega að því með öllu fólkinu í kringum þetta. Stelpurnar hafa svo tekið skref hægt og rólega fram á við og við sem lið orðið betri smám saman og það er ekkert óeðlilegt eftir allar þessar breytingar að þetta taki smá tíma.“


Aðspurður hvort gagnrýnin hefði á einhvern hátt haft truflandi áhrif á hann svaraði Steini.

„Nei maður hefur lært það í gegnum tíðina að því að vera landsliðsþjálfari fylgir mikil gagnrýni. Ég er reyndar ekki á Twitter og fylgist ekki með samfélagsmiðlum í verkefnum og les ekkert eftir leiki og reyni bara að útiloka þetta allt saman. En auðvitað veit ég alveg af gagnrýni í kringum þetta og veit alveg hvað er í gangi. Mér finnst svo sumir sem eru að tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta.“

Er það samt ekki ljúft að geta svarað gagnrýnisröddum á einmitt þann hátt sem liðið gerði með þessum sigri á Þýskalandi og sæti á EM?

„Þetta er eina svarið sem þú getur gefið. Vinna Þýskaland 3-0 og fara beint á EM og síðan geta allir þessir gagnrýnendur bara borðað einhverja skítuga sokka.“

   02.12.2023 08:30
Þorsteinn ósáttur við gagnrýni - Þarf að vera rétt ekki blaður út í loftið

Athugasemdir
banner
banner
banner