Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 12. ágúst 2022 22:45
Mist Rúnarsdóttir
Elísa: Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er
Kvenaboltinn
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var stolt af liðinu sínu eftir 3-1 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við eigum þetta svo skilið eftir frammistöðu kvöldsins. Ég er svo stolt af liðinu og að vera komin á þennan stað. Ég get ekki beðið eftir að mæta á Laugardalsvöll,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Valur og Stjarnan mættust fyrir stuttu í deildinni og sá leikur var jafn og spennandi. Leikurinn í kvöld varð það hinsvegar aldrei því Valskonur höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun. Elísa sagði þó að Valsliðið hefði engu breytt í nálgun sinni fyrir leikinn í kvöld.

„Við héldum bara í okkar gildi og ákváðum að mæta í leikinn frá fyrstu mínútu. Ég held að það hafi kannski skorið á milli. Við náðum að setja mark á þær snemma. Það er oft erfitt að bíða eftir marki og þá á maður alltaf á hættu að fá eitt í andlitið á móti. En að hafa náð að setja hann svona snemma og hvað þá þrjú í fyrri hálfleik, það drap leikinn svolítið að mínu mati.“

Valskonur geta ekki leyft sér að fagna of kröftuglega í kvöld þar sem Meistaradeildin er handan við hornið og Valskonur leggja í hann strax aðfaranótt mánudags. Þær verða því að setja bikarkeppnina til hliðar, rétt eins og Íslandsmótið þar sem þær leiða. Elísa segir það ekkert truflandi að hoppa á milli ólíkra verkefna.

„Það hefur verið svolítið þannig í sumar. Við erum svolítið að taka, þessi gamla góða klisja, einn leik í einu. Það hentar okkur vel og við erum ekkert að fara fram úr okkur og hugsa of langt fram í tímann. Það er ofboðslega spennandi verkefni sem bíður okkar og við ætlum að standa okkur vel þar,“ sagði Elísa og bætti við: „Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er. Við erum ennþá inni í öllum keppnum og það eru forréttindi að vera að berjast um titla allsstaðar. Við erum forréttindapésar.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Elísu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir