Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 12. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tomiyasu frá næstu vikurnar
Mynd: EPA

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfesti eftir æfingaleik liðsins gegn Lyon í gær að japanski bakvörðurinn Takehiro Tomiyasu verði fjarverandi næstu vikurnar vegna meiðsla.


Það þýðir að hann muni missa af byrjun tímabilsins en Arsenal hefur leik í úrvalsdeildinni þegar liðið mætir Wolves á laugardaginn.

Tomiyasu hefur ekkert getað spilað með Arsenal á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla.

„Þetta mun taka nokkrar vikur því miður. Aumingja Tomiyasu, hann hefur verið frábær fyrir okkur. Hann verður að vera þolinmóður og vinna sig í gegnum þetta," sagði Arteta.

Japanski landsliðsmaðurinn kom við sögu í 22 leikjum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner