Riðlakeppni 4. deildar fer senn að ljúka. Í dag fóru þrír leikir fram, einn í A-riðli og tveir í D-riðli.
Við byrjum á A-riðli þar sem GG og ÍH gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem gestirnir frá Hafnarfirði komust þrisvar sinnum yfir en alltaf tókst Grindvíkingum að svara fyrir sig.
ÍH komst yfir á 89. mínútu en Elvar Unndór Sveinsson jafnaði í uppbótartíma. ÍH er búið að tryggja sig í úrslitakeppnina en ólíklegt er að liðið haldi toppsæti riðilsins, þar sem KFS á leik til góða gegn botnliði Afríku.
Úrslit D-riðils voru þegar ráðin en KH gerði jafntefli við Árborg og endar í öðru sæti. Árborg endar í þriðja sæti, fimm stigum eftir KH.
A-riðill:
GG 3 - 3 ÍH
0-1 Alex Birgir Gíslason ('8)
1-1 Jón Gestur Ben Birgisson ('13)
1-2 Bergþór Snær Gunnarsson ('24)
2-2 Jón Gestur Ben Birgisson ('35)
2-3 Andri Þór Sólbergsson ('89)
3-3 Elvar Unndór Sveinsson ('90)
D-riðill:
Árborg 1 - 1 KH
0-1 Jón Örn Ingólfsson ('4)
1-1 Aron Freyr Margeirsson ('90)
Rautt spjald: Haukur Methúsalem Óskarsson, KH ('45)
Hörður Í. 4 - 1 Mídas
1-0 Þráinn Ágúst Arnaldsson ('11)
2-0 Guðmundur Páll Einarsson ('17)
3-0 Sigurður Arnar Hannesson ('61)
4-0 Sigurður Arnar Hannesson ('63)
4-1 Óskar Örn Eyþórsson ('69)
Það tekur tíma fyrir stöðutöflurnar að uppfærast.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir