Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. september 2020 11:00
Aksentije Milisic
Fred ætlar ekki að yfirgefa Man Utd
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fred hefur verið orðaður burt frá Man Utd eftir að liðið keypti Donny van de Beek frá Ajax á dögunum.

Galatasaray er sagt hafa áhuga á Fred og sáu glöggir menn að Fred líkaði við færslu á Instagram sem orðaði leikmanninn við tyrkneska liðið.

Baráttan er hörð á miðjunni um sæti í liðinu hjá United og nú hefur Fred tjáð sig um þessa orðróma um að hann sé á útleið.

„Ég vil vera hér áfram. Það er mín ósk," sagði Fred.

„Ég vil ekki fara, ég hef alltaf sagt það. Ég vil vera hér, berjast fyrir sæti mínu í liðinu og vinna titla. Það er gott fyrir félagið þegar það kaupir leikmenn, það þýðir að við verðum með betra lið."

Fred spilaði mikið af leikjum hjá United á síðustu leiktíð þegar Paul Pogba var frá vegna meiðsla en fór svo á bekkinn þegar deildin hófst að nýju eftir stopp.
Athugasemdir
banner
banner