Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. september 2020 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lacazette sá fyrsti sem skorar fyrsta markið tvisvar sinnum
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar á milli Fulham og Arsenal.

Staðan er 1-0 fyrir Arsenal. Það var Alexandre Lacazette sem skoraði fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2020/21.

Hægt er að sjá markið hér að neðan. Lacazette var réttur maður á réttum stað inn í teignum.

Lacazette er fyrsti leikmaðurinn sem skorar opnunarmark ensku úrvalsdeildarinnar í tvö skipti. Hann gerði það einnig tímabilið 2017/18 þegar hann skoraði fyrsta mark deildarinnar í leik gegn Leicester.



Athugasemdir
banner
banner