þri 12. október 2021 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Hannes ekki í áætlunum Heimis - „Veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu"
Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist ekki vera í áætlunum Heimis Guðjónssonar en hann talar um stöðuna hjá félaginu í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson og Sigurð Gunnarsson á K100 í dag.

Markvörðurinn öflugi lagði landsliðshanskana á hilluna á dögunum eftir frábæran landsliðsferil þar sem hann fór með liðinu á bæði Evrópu- og heimsmeistaramótið.

Hann hefur spilað í marki Vals síðustu ár og á eitt ár eftir af samningi en Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, ætlar sér ekki að nota hann næsta sumar. Guy Smit var fenginn frá Leikni á dögunum og verður hann væntanlega aðalmarkvörður liðsins á næsta tímabili.

Hannes tjáði sig aðeins um málið í viðtali við K100 en hann hefur lítið heyrt frá Val um framhaldið.

„Það er mjög góð spurning. Ég ætla svosem ekkert að vera að blaðra of mikið um það af því að ég veit það ekki. Ég get alveg sagt eins og er og sagt hlutina eins og þeir eru."

„Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu og ég hef hvorki heyrt hóst né stunu frá félaginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þá stöðu, en ég er steinhissa á þessari stöðu."

„Ég veit ekki meir. Þessu fylgdi ekki neinar skýringar. Nú get ég ekki verið með fabúleringar hvað er að gerast á skrifstofunni þarna uppfrá. Ég hafði ekki neinn hug á að hætta og er samningsbundin en nú er komið upp mál sem er í einhverjum hnút."

„Ég veit ekki hvernig á að leysa þetta vegna þess að ég heyri ekki neitt. Ég ætla ekki að fara of djúpt í þetta. Eina sem ég veit er að þjálfarinn hyggst ekki nota mig en það er ákveðin pattstaða sem er komin upp og er skrítin,"
sagði hann ennfremur.

Ætlar ekki að hætta á þennan hátt

Hannes segist eiga nóg eftir og hafði ekki ætlað sér að hætta í fótbolta. Hann segir ekki mikið um þreifingar frá öðrum félögum.

„Ég á eitt ár eftir af samningi og hafði ekkert hugsað mér að hætta í fótbolta og sérstaklega ekki svona, þannig ég sit og bíð. Fyrsta æfing hjá Val er 10. nóvember og ég er bara að fara að mæta á hana."

„Það hefur ekki verið mikið. Ég er bara að giska og fólk veit kannski ekkert hver staðan er. Mér fannst frammistaðan persónulega góð hjá mér í sumar og við vorum nálægt því fram að síðasta hluta mótsins að verða Íslandsmeistarar."

„Við náðum aldrei takti og spilamennskan var aldrei góð en náðum samt að hanga á þessu þangað til það voru fimm leikir eftir. Ég var fullur af eldmóði að byrja nýtt tímabil og ætlaði virkilega að taka þátt í að svara fyrir þetta, safna vopnum og vinna titilinn aftur á næsta ári en svo kom þetta óvænta twist


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner