Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. október 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Versta regla sem til er í fótbolta"
Jan Vertonghen.
Jan Vertonghen.
Mynd: Getty Images
Frakkland vann 2-1 sigur á Spáni í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar síðasta sunnudag.

Spánverjar voru ósáttir við sigurmark Frakka í leiknum. Kylian Mbappe kom Frökkum í 2-1 á 80. mínútu. Theo Hernandez átti sendingu inn fyrir á Mbappe sem lék á Unai Simon áður en hann ákvað að renna boltanum í netið.

Mbappe virtist í rangstöðu þegar sendingin kom frá Theo en Eric Garcia reyndi að komast inn í sendinguna og taka á móti boltanum.

Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hafi verið rétt að leyfa markinu að standa. Hann sagði jafnframt - í samtali við Sky Sports - að hann væri ekki hrifinn af þessari reglu. Mbappe hafi áhrif á varnarmanninn, en sé samt sem áður ekki dæmdur rangstæður.

Jan Vertonghen, fyrrum varnarmaður Tottenham sem spilar núna með Benfica, tekur undir með Gallagher. „Versta regla sem til er í fótbolta. Lagið þetta, takk!"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner