Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. nóvember 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulacsi: Hugsaði um mistökin í 80 mínútur
Icelandair
Peter Gulacsi.
Peter Gulacsi.
Mynd: Getty Images
Ungverjaland mun taka þátt á EM næsta sumar, ekki Ísland.

Peter Gulacsi, markvörður Ungverjalands, þakkaði liðsfélögum sínum eftir leik, en hann gerði slæm mistök þegar Ísland komst yfir á 11. mínútu.

Lengi vel stefndi í sigur Íslands, en Ungverjar jöfnuðu á 88. mínútu og tryggðu sér sigur í uppbótartíma.

„Ég hugsaði um mistökin í 80 mínútur. Ég verð að þakka strákunum fyrir að vinna leikinn. Þetta var dramatískt en það tókst," sagði Gulacsi eftir leikinn.

„Við hugsuðum um það alla vikuna að við gætum spilað á EM á heimavelli. Það eru ekki margir sem fá það tækifæri. Okkur finnst við eiga það skilið. Ég er viss um að við getum spilað fyrir framan stuðningsmenn okkar."
Athugasemdir
banner
banner