Leeds United heimsækir Tottenham í dag í ensku úrvalsdeildinni. Jesse Marsch stjóri Leeds er klár í slaginn.
„Tottenham er búið að spila marga leiki, þeir hafa nýtt hópinn aðeins, ekki mikið. Þeir eru með mikil gæði, altaf góðir á heimavelli og eru með ótrúlegan völl og stuðning," sagði Marsch.
Hann hefur mikla trú á sínum mönnum.
„Við vitum að þetta er gríðarleg áskorun, enn eitt skiptið gegn stórliði. Þeir eru góðir í að spila eins og þeir vilja. Það fallega við þar sem við erum staddir er að við erum ekki fullkomnir en við erum ekki hræddir, við höfum sýnt það á þessari leiktíð. Við ætlum að spila með sjálfstraustið í botni og fara af fullum krafti í leikinn."
Leeds hefur unnið tvo leiki í röð í deildinni, m.a. gegn Liverpool en féll úr leik í deildabikarnum gegn Wolves í vikunni.
Athugasemdir