fim 13. janúar 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo tjáir sig um óásættanlega stöðu Man Utd og um Rangnick
Ronaldo og Man Utd hafa fengið mikla gagnrýni.
Ronaldo og Man Utd hafa fengið mikla gagnrýni.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo segir að það sé algjörlega óásættanlegt að Manchester United sé að berjast fyrir neðan topp þrjá í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo var í viðtali við Sky Sports þar sem hann tjáði sig um stöðu mála hjá United og um stjórann Ralf Rangnick.

„Manchester United á að berjast um topp þrjá. Ég sé ekki aðra stöðu fyrir Manchester United. Ég sætti mig ekki við að hugarfar okkar snúist um eitthvað minna en að vera meðal þriggja efstu liða," segir Ronaldo.

„Við getum snúið stöðunni við. Ég er leikmaður en ekki þjálfari eða forseti en við allir getum gert betur í því sem við ráðum við. Manchester á að snúast um mikilvæga hluti og við þurfum að breyta þessu."

„Ég vil ekki vera hérna að berjast um sjötta, sjöunda eða fimmta sætið. Ég er hér til að vinna og til að keppa um eitthvað. Við erum ekki að spila eins vel og við getum og eigum að gera. Það er löng leið að bætingu og ég trúi því að ef við breytum hugarfarinu getum við afrekað stóra hluti."

Ronaldo segist hafa trú á því að bráðabirgðastjórinn Ralf Rangnick geti komið United á beinu brautina.

„Hann kom fyrir fimm vikum og hefur breytt mörgu en hann þarf tíma til að koma hugmyndum sínum til leikmanna og út á völlinn einnig. Ég tel að hann sé að vinna gott starf, við höfum ekki spilað eins vel og við ættum að gera en það er nóg af leikjum til bætinga," segir Ronaldo.

„Við þurfum að vera í þessu saman, við erum í sama skipi. Við vissum að þetta yrði aldrei auðvelt en ég hef trú á því að við getum klárað þetta sem gott tímabil."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner