Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 14:41
Elvar Geir Magnússon
Frábær byrjun Hjartar í Grikklandi - Magnaður og óvæntur sigur
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði í gær sinn fyrsta leik fyrir gríska úrvalsdeildarliðið Volos en hann gekk í raðir félagsins nýverið.

Hjörtur lék allan leikinn í óvæntum og dramatískum 2-1 útisigri gegn PAOK.

PAOK komst yfir á 69. mínútu eftir skallamark Mady Camara og þegar 90 mínútur voru á klukkunni virtist allt stefna í sigur PAOK en í uppbótartímanum skoraði Volos tvívegis, á 92. og 94. mínútu.

PAOK missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er sjö stigum frá Olympiakos sem er toppnum. Volos er í tíunda sæti af fjórtán liðum deildarinnar.

Panathinaikos gerði 2-2 jafntefli við Panseirraikos á laugardag. Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos sem er í þriðja sæti, fjórtum stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner