fim 13. febrúar 2020 19:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyþór Wöhler lánaður í Aftureldingu (Staðfest)
Eyþór Aron Wöhler.
Eyþór Aron Wöhler.
Mynd: Afturelding
Sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler er kominn aftur í Aftureldingu. Hann kemur á láni frá ÍA.

Eyþór er uppalinn í Aftureldingu, en hann gekk í raðir ÍA á síðasta ári. Hann hefur enn ekki spilað keppnisleik fyrir ÍA í meistaraflokki.

Eyþór, sem er fæddur árið 2002, á landsleiki í U16, U17 og U18 landsliðum Íslands.

„Við fögnum því að fá Eyþór aftur í Mosfellsbæinn!" segir í tilkynningu frá Aftureldingu, sem hafnaði í áttunda sæti 1. deildarinnar á síðasta tímabili.

Komnir:
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA (á láni)
Gísli Martin Sigurðsson frá Breiðabliki
Ísak Atli Kristjánsson frá Fjölni
Oskar Wasilewski frá ÍA

Farnir:
Ásgeir Örn Arnþórsson*
David Marquina til Spánar
Djordje Panic til FC Bayern Alzenau í Þýskalandi
Loic Ondo í Kórdrengi
Roger Bonet til Finnlands
Róbert Orri Þorkelsson í Breiðablik
Skúli Sigurz*
Stefán Þór Pálsson*
Trausti Sigurbjörnsson*


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner