Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2021 22:50
Victor Pálsson
Hundfúll með að Liverpool borgi aðeins 4,3 milljónir
Mynd: Getty Images
Scott Parker, stjóri Fulham, er óánægður með það að Liverpool þurfi aðeins að borga 4,3 milljónir punda fyrir ungstirnið Harvey Elliott.

Elliott gekk í raðir Liverpool frá Fulham árið 2019 en hann var þá samningslaus en Fulham vildi fá mun hærri uppeldisbætur en meistararnir vildu borga.

Fulham fór því með málið fyrir rétt og var Liverpool á dögunum skipað að borga 4,3 milljónir fyrir leikmanninn.

Parker segir að það sé alltof lág upphæð en Elliott var aðeins 16 ára gamall er hann skipti um félag.

„Þetta er svekkjandi því þetta er leikmaður sem þróaði sinn leik hjá félaginu í langan, langan tíma,"sagði Parker.

„Við gáfum honum fyrsta leikinn. Þú vilt ekki eyða 20-30 milljónum í leikmenn og þess vegna er akademían mikilvæg. Við viljum þróa þessa leikmenn. Við þróuðum þennan leikmann svo að stærra félag gæti sótt hann."

„Fjórar milljónir punda fyrir leikmann sem við bjuggum til og höfðum miklar mætur á. Svo fer hann eins og hann fer, það er klikkun."
Athugasemdir
banner
banner
banner