Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2021 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp leggur árar í bát varðandi titilinn
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur enga trú á því að Liverpool sé að fara að verja Englandsmeistaratitil sinn.

Eftir ótrúlegt síðasta tímabil þar sem allt gekk upp í deildinni þá hefur ekki mikið gengið upp á þessu tímabili. Liverpool er eftir tap gegn Leicester í dag tíu stigum frá toppliði Manchester City. Lærisveinar Guardiola í City eiga þá tvo leiki til góða á Liverpool.

ESPN segir frá því að Liverpool sé búið að tapa fleiri deildarleikjum á þessu tímabili - eftir 24 leiki - en á síðustu tveimur tímabilum til samans. Liverpool hefur tapað sex deildarleikjum á þessu tímabili.

Klopp var spurður að því eftir tapið í dag hvort hann væri búinn að gefast upp á því að vinna titilinn.

„Já. Ég trúi því ekki, en já," sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leikinn þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að gefa titilinn upp á bátinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner