Arnór Sigurðsson er í leiðinlegri stöðu hjá félagi sínu Blackburn Rovers. Það styttist í að hann verði orðinn 100% heill eftir meiðsli en þegar hann snýr til baka má hann ekki spila með liðinu því hann er ekki í leikmannahópnum fyrir seinni hluta tímabilsins.
Arnór sagði í viðtal við Vísi í síðustu viku að hann væri meðvitaður um að einhverjir félagaskiptagluggar væru opnir en einbeitingin væri á að ná sér heilum.
Arnór sagði í viðtal við Vísi í síðustu viku að hann væri meðvitaður um að einhverjir félagaskiptagluggar væru opnir en einbeitingin væri á að ná sér heilum.
Það eru nokkuð margir félagaskiptagluggar opnir í heiminum í dag. Rússneski glugginn er t.d. opinn í viku til viðbótar en Arnór kom auðvitað til Blackburn frá CSKA Mosvku.
Líklegra er að Arnór færi til Svíþjóðar en sá gluggi er opinn í 40 daga til viðbótar. Glugginn er svo opinn enn lengur í Noregi, gæti Freyr Alexandersson fengið Arnór til Brann?
Svo er það bandaríski glugginn sem opinn er til 23. apríl. Arnór hefur lauslega verið orðaður við Bandaríkin síðustu daga og gæti það orðið lendingin. Arnór Sig og Lionel Messi, það yrði eitthvað.
Arnór er 26 ára landsliðsmaður sem ætlar sér að vera í hópnum í mars. Hann er kantmaður sem uppalinn er hjá ÍA og hefur einnig leikið með Norrköping, CSKA og Venezia á sínum ferli.
Athugasemdir