Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 13. apríl 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Nær Bayern að snúa taflinu við í París?
Mynd: Fótbolti.net
8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld. Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.



Kristján Guðmundsson

PSG 4 - 2 Bayern Munchen (Samanlagt 7-4)
Varnarleikur Bayern gegn skyndisóknum hefur veikst á yfirstandandi keppnistímabili eins og við sáum í fyrri leiknum og Mbappe heldur áfram að skora í kvöld og tryggir PSG áfram.

Chelsea 1 - 0 Porto (Samanlagt 3-0)
Lundúnarliðið kláraði þetta einvígi í fyrri leiknum. Leikmenn Chelsea eyða eins lítilli orku í leikinn og mögulegt er fyrir leikina sem framundan eru í Englandi.

Guðmundur Steinarsson

PSG 1 - 2 Bayern Munchen (Samanlagt 4-4, PSG áfram)
Parísarliðið með forystu eftir fyrri leikinn en hún er ansi tæp. Vantar sterka leikmenn í bæði lið, held að það muni meira um það hjá Bayern. Ætla að spá Bayern sigri en PSG áfram

Chelsea 2 - 0 Porto (Samanlagt 4-0)
Held að Chelsea hafi nánast klárað þetta í fyrri leiknum. Porto fá til baka þá Taremi og Olivera og það er eina von þeirra að þeir verði í stuði og skori þau mörk sem til þarf. Sé það samt ekki gerast.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Chelsea 3 - 0 Porto (Samanlagt 5-0)
Af öllum einvígunum í átta-liða úrslitunum er minnsta spennan í þessu einvígi. Chelsea kláraði þetta í útileiknum og vinnur annan sannfærandi sigur í kvöld. Tommi taktík skilar Chelsea í undanúrslitin en þeir bláklæddu fara ekki lengra en það.

PSG 1 - 3 Bayern München (Samanlagt 4-5)
Ég ætla að synda á móti straumnum í þessum leik. Það halda líklega flestir að PSG klári þetta eftir sigur í fyrri leiknum sem var einn skemmtilegasti leikur síðari ára í Meistaradeildinni. Bayern fékk ótalmörg færi í fyrri leiknum sem þeir nýttu ekki nægilega vel. Þeir ná að klára þetta í kvöld þrátt fyrir fjarveru Lewandowski og verða þéttari til baka. Enn og aftur vonbrigði fyrir PSG í Meistaradeildinni, eða hvað?

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 9
Fótbolti.net - 8
Kristján Guðmundsson - 6
Athugasemdir
banner