Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið muni skoða það þegar líða tekur á árið að ráða nýjan yfirmann fótboltamála.
Arnar Þór Viðarsson var ráðinn yfirmaður fótboltamála árið 2019 en hann tók við sem landsliðsþjálfari í desember síðastliðnum.
Þegar Arnar Þór Viðarsson tók við sem landsliðsþjálfari var tilkynnt að hann myndi tímabundið sinna áfram starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ samhliða. Stefnt er á að skoða stöðuna síðar á þessu ári.
Arnar Þór Viðarsson var ráðinn yfirmaður fótboltamála árið 2019 en hann tók við sem landsliðsþjálfari í desember síðastliðnum.
Þegar Arnar Þór Viðarsson tók við sem landsliðsþjálfari var tilkynnt að hann myndi tímabundið sinna áfram starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ samhliða. Stefnt er á að skoða stöðuna síðar á þessu ári.
„Þegar líður á árið og þegar við teljum að tímapunkturinn sé góður hvað það varðar þá munum við fara í það. Við erum með annað augað á því. Það verður gert þegar líður frekar á árið eins og talað var um," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.
Aðspurður hvort að starfið verið auglýst til umsóknar sagði Guðni: „Við eigum eftir að fara betur yfir það hvernig það verður. Það kemur í ljós."
Sjá einnig:
Segir KSÍ þurfa að finna annan mann í gamla starf Arnars
Athugasemdir