Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   lau 13. apríl 2024 17:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Dagur lagt hart að sér og átti þetta skilið
Dóri á hliðarlínunni í dag.
Dóri á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ekkert sem kom á óvart þar'
'Ekkert sem kom á óvart þar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábært að sjá hann á vellinum, frábært fyrir hann að koma inn aftur og mikilvægt fyrir okkur að fá hann í hópinn
Frábært að sjá hann á vellinum, frábært fyrir hann að koma inn aftur og mikilvægt fyrir okkur að fá hann í hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fínt að klára þann kafla með marki og geta tekið algjöra stjórn á leiknum
Það var fínt að klára þann kafla með marki og geta tekið algjöra stjórn á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eðlilega kannski (tók tíma að brjóta þá niður) þeir eru með gott lið og góða leikmenn. Þeir mæta í þéttri blokk rétt fyrir framan teiginn sinn og gríðarlega erfitt að komast í gegnum blokkina. Við örlítið skerptum á hlutunum í hálfleik og strax fannst mér við sýna hvað við ætluðum okkur. Um leið og fyrsta markið kemur þá breytir það leiknum," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn Vestra í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Það sem ég var líka ánægður með að markið kom ekki alveg upp úr þurru, vorum búnir að virkilega hóta því að skora í sóknunum á undan. Það var fínt að klára þann kafla með marki og geta tekið algjöra stjórn á leiknum."

Alexander Helgi Sigurðarson og Kristinn Jónsson voru ekki með í dag. „Staðan á þeim er bara ágæt, það er ekkert alvarlegt. Kiddi stífnaði aðeins upp og Lexi fékk högg. Núna, svona í byrjun móts, þá er algjör óþarfi að taka einhverja sénsa með mann. Þeir hvíldu í dag og ég geri ráð fyrir þeim í næsta leik. Þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig hrikalega vel og frábært að geta notað breiddina og hópinn."

Kom þér á óvart hversu lítið Vestri ógnaði í leiknum?

„Plan mitt og allra liða er að fá á sig eins fá færi og hættulegar sóknir og hægt er. Þeir eru með sterka menn og hafa ákveðin vopn. Mér fannst við bara gera gríðarlega vel í að pressa og vorum duglegir að hlaupa til baka þegar til þurfti. Fyrst og fremst er ég bara ánægður með varnarvinnuna hjá mínu liði."

Frábært að sjá hann á vellinum
Patrik Johannesen sneri aftur á völlinn eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla.

„Það var frábært að sjá hann aftur á vellinum, hann er búinn að bíða lengi eftir þessu, búinn að vera hrikalega duglegur í sinni endurhæfingu og búinn að leggja mikla vinnu á sig. Frábært að sjá hann á vellinum, frábært fyrir hann að koma inn aftur og mikilvægt fyrir okkur að fá hann í hópinn."

Með rosalegan hægri fót
Dagur Fjeldsted skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag. „Ekkert sem kom á óvart þar, spilaði vel á undirbúningstímabilinu og skoraði mörk. Hann er mjög ferskur á æfingum og skorar mikið, er með rosalegan hægri fót. Mjög verðskuldað, hann er búinn að leggja hart að sér og átti þetta skilið."

Alvöru prófraun framundan
Breiðablik er með fullt hús stiga en í næsta leik er alvöru prófraun þegar Blikar heimsækja Íslands- og bikarmeistarana í Víkina.

„Það er Víkin næst, svo KR-völlurinn og svo Valur. Þetta er verkefni sem við erum þvílíkt spenntir fyrir. Ég hlakka til að setjast niður á eftir og byrja undirbúa næsta leik. Maður er í þessu fyrir þessa leiki, við erum spenntir og verðum vel undirbúnir fyrir þann leik," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner