Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. nóvember 2018 09:42
Hafliði Breiðfjörð
Fulham rekur þjálfarann - Ranieri tekur við (Staðfest)
Claudio Ranieri er tekinn við Fulham.
Claudio Ranieri er tekinn við Fulham.
Mynd: Getty Images
Fulham rak í morgun Slavisa Jokanovic og réði Claudio Ranieri í starfið. Ranieri gerði Leicester að Englandsmeisturum árið 2016.

Fulham er í botnsæti deildarinnar með fimm stig eftir 12 leiki og Jokanovic fær að taka pokann sinn vegna þess. Ranieri fær nokkurra ára samning hjá félaginu en ekki er gefið frekar út um hve langur hann er.

„Það var ekki möguleiki að gera breytingar án þess að hafa réttu lausnina og plan um framhaldið," sagði Sahid Khan formaður Fulham.

„Að fá mann eins og Claudio til að taka áskoruninni með okkur var gott og mikilvægt. Maður tekur enga áhættu með Claudio, hann þekkir úrvalsdeildina og er akkúrat maðurinn sem við þurfum hjá Fulham núna."

„Frammistaða hans með Leicester er goðsagnarkennd og svo sér maður líka reynslu hans með Chelsea og stórum félögum um alla Evrópu. Við erum að taka á móti einstökum manni til Fulham."


Khan staðfesti að félagið hafi rætt við nokkra mögulega eftirmenn undanfarna viku. Ranieri tekur við og stýrir leiknum gegn Southampton 24. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner