Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. mars 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Eigandi Fulham: Ekki ásættanlegur árangur
Shahid Khan.
Shahid Khan.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri var í gær rekinn úr stjórastól Fulham. Hann tók við liðinu í nóvember en honum tókst einungis að vinna þrjá leiki af þeim sautján sem að hann stýrði.

Shahid Khan, eigandi Fulham, segir að þetta sé ekki sú niðurstaða sem að hann hafði vonast eftir þegar hann réði Ranieri fyrr í vetur.

„Eftir fundinn fyrr í dag þá komumst við að því að þetta væri það rétta fyrir alla aðila," sagði Khan við breska fjölmiðla eftir atburði gærdagsins.

„Þetta er ekki ásættanlegur árangur og því þurfti að grípa til aðgerða. Við vonuðumst svo innilega til þess að úrslitin undir stjórn Ranieri hefðu verið betri þegar að við réðum hann."

„Það er ekki einungis Ranieri að kenna hvernig staða liðsins er í dag."

Scott Parker hefur verið ráðinn bráðarbirgðarstjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner