Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   fim 28. febrúar 2019 16:53
Elvar Geir Magnússon
Ranieri rekinn frá Fulham (Staðfest)
Fulham hefur rekið Claudio Ranieri en Scott Parker hefur verið ráðinn stjóri til bráðabirgða.

Ranieri mistókst að rétta skútuna við hjá Fulham en liðið er í 19. sæti í ensku úrvalsdeildinni, tíu stigum frá öruggu sæti þegar tíu leikir eru eftir.

Síðasti leikur ítalska stjórans hjá Fulham var 2-0 tap gegn Southampton í gær.

Ranieri er 67 ára en hann tók við í nóvember eftir að Slavis Jokanovic var rekinn.

Ranieri stýrði sextán deildarleikjum en vann aðeins þrjá, þar af 3-2 sigur gegn Southampton í fyrsta leik.

Hann stýrði Leicester til sögufrægs meistaratitils 2016 en var rekinn aðeins níu mánuðum síðar.

„Ég er auðvitað svekktur yfir síðustu úrslitum og við gátum ekki byggt ofan á góða byrjun mína í starfi. Ég vil þakka félaginu, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samveruna," segir Ranieri.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner
banner