lau 20. október 2018 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ryan Sessegnon skráði sig í sögubækurnar
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon skoraði fyrir Fulham þegar liðið tapaði 3-2 gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sessegnon þykir einn efnilegasti leikmaður sem Englendingar eiga.

Sessegnon er aðeins 18 ára gamall, fæddur þann 18. maí árið 2000, en hann var í dag að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa farið á kostum í Championship-deildinni á síðustu leiktíð. Hann var valinn besti leikmaður Championship í fyrra.

Með markinu í dag skráði Sessegnon sig í sögubækurnar. Hann er fyrsti leikmaðurinn fæddur árið 2000 eða síðar til að skora í ensku úrvalsdeildinni.

Ljóst er að þessi leikmaður á framtíðina fyrir sér.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner