Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. nóvember 2018 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jokanovic: Vanvirðing gagnvart öllum hjá Fulham
Mynd: Getty Images
„Þegar ég skoðaði myndbandið þá fannst mér hann vera réttstæður. Boltinn var svo líklega rúllandi. Þetta er dýrkeypt fyrir okkur," sagði Slavisa Jokanovic, stjóri Fulham, á blaðamannafundi eftir 2-0 tap gegn Liverpool í dag.

Jokanovic er þarna að tala um atvik undir lok fyrri hálfleiks. Aleksandar Mitrovic skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Liverpool brunaði í sókn og skoraði.

Sjá einnig:
Mynd: Var mark ranglega tekið af Fulham gegn Liverpool?

„Í þessu landi máttu ekki sýna dómurum vanvirðingu. Þetta er vandamál vegna þess að hann sýnir mér, mínu liði og stuðningsmönnum liðsins vanvirðingu."

„Þetta getur verið flókið en þú þarft að vera viss í þinni sök."

„Við getum talað um þetta eins og við viljunm en skaðinn er skeður. Svona er þetta."

„Við spiluðum ágætlega gegn flóknum andstæðingi. Áður en þeir skoruðu áttum við fín færi. Við vorum skipulagðir."

Fulham er á botni deildarinnar með aðeins fimm stig. Verður Jokanovic við stjórnvölinn í næsta leik?

„Ég vil ekki tala um mína persónulega stöðu. Ég er bar að hugsa um liðið," sagði Jokanovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner