Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   fim 15. nóvember 2018 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Ranieri um nýja starfið: Við gefumst ekki upp
Fulham rak í gærmorgun Slavisa Jokanovic og réði Claudio Ranieri í starfið. Ranieri gerði Leicester City að Englandsmeisturum árið 2016.

Fulham situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir tólf leiki, með einungis fimm stig.

Slavisa Jokanovic stýrði liðinu upp úr Championship á síðustu leiktíð en eftir afleitt gengi í undanförnum leikjum var hann látinn taka poka sinn í gær.

Ranieri er spenntur að hefjast handa en segir að verkefnið sé stórt og mikið.

„Ég met það sem svo að varnarleikur liðsins þurfi að vera mun betri og við þurfum byggja okkar leiki á góðum varnarleik," segir Ranieri.

Lið Fulham hefur fengið flest mörk á sig í deildinni.

„Ég er ekki bara að tala um að varnarmenn þurfi að verjast, allt liðið þarf að taka þátt."

„Andinn í hópnum þarf að vera góður, ég þekki það vel hversu langt lið getur náð með réttu hugafari og góðum liðanda. Stuðningsmenn þurfa að koma með okkur í þetta verkefni. Við þurfum þeirra stuðning. Við munum aldrei gefast upp, sama hvað."

Fyrsta leikur Fulham undir stjórn Ranieri verður á móti Southampton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner