Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 13. maí 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Alexander Aron: Eitt það skemmtilegasta við fótbolta að lenda í smá mótlæti
Alexander Aron Davorsson
Alexander Aron Davorsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð mín í dag eru að ég er bara virkilega stoltur af liðinu. Við fórum aðeins út fyrir okkar hefðbundna fótbolta. Þetta var kannski ekki skemmtilegt fyrir augað en við þurftum að mæta svpna góðu liði eins og Keflavík með baráttu eins og við gerðum í dag.“
Sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-1 sigur Aftureldingar á Keflavík á HS-Orkuvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Afturelding

Leikur Aftureldingar í kvöld einkenndist af aga og sterkum varnarleik, svolítið sem liðinu hefur vantað eftir að hafa fengið á sig tíu mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins. Var farið svolítið aftur í grunnvinnuna fyrir leikinn?

„Já algjörlega en við lentum meira að segja í mótlæti í dag þegar vítaspyrna var dæmd réttilega eftir einhverjar tíu mínútur. Mér finnst við alltaf svara kallinu vel og það hlaut að koma að því að þetta datt aðeins með okkur og svo var liðsheildin frábær.“

Afturelding var duglegt á leikmannamarkaðnum undir gluggalok en það kemur ekki til af góðu einu en fjölmargir leikmenn hjá liðinu eru í langtímameiðslum.

„Stundum þegar óheppnin kemur yfir mann þá dettur allt á móti þér. En mér finnst eitt það skemmtilegasta við fótbolta að lenda í smá mótlæti og þurfa að koma til baka og hugsa hlutina upp á nýtt. Og mér finnst það klárlega hafa tekist hér í dag.

Sagði Alexander en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner