Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 13. maí 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Alexander Aron: Eitt það skemmtilegasta við fótbolta að lenda í smá mótlæti
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson
Alexander Aron Davorsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð mín í dag eru að ég er bara virkilega stoltur af liðinu. Við fórum aðeins út fyrir okkar hefðbundna fótbolta. Þetta var kannski ekki skemmtilegt fyrir augað en við þurftum að mæta svpna góðu liði eins og Keflavík með baráttu eins og við gerðum í dag.“
Sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-1 sigur Aftureldingar á Keflavík á HS-Orkuvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Afturelding

Leikur Aftureldingar í kvöld einkenndist af aga og sterkum varnarleik, svolítið sem liðinu hefur vantað eftir að hafa fengið á sig tíu mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins. Var farið svolítið aftur í grunnvinnuna fyrir leikinn?

„Já algjörlega en við lentum meira að segja í mótlæti í dag þegar vítaspyrna var dæmd réttilega eftir einhverjar tíu mínútur. Mér finnst við alltaf svara kallinu vel og það hlaut að koma að því að þetta datt aðeins með okkur og svo var liðsheildin frábær.“

Afturelding var duglegt á leikmannamarkaðnum undir gluggalok en það kemur ekki til af góðu einu en fjölmargir leikmenn hjá liðinu eru í langtímameiðslum.

„Stundum þegar óheppnin kemur yfir mann þá dettur allt á móti þér. En mér finnst eitt það skemmtilegasta við fótbolta að lenda í smá mótlæti og þurfa að koma til baka og hugsa hlutina upp á nýtt. Og mér finnst það klárlega hafa tekist hér í dag.

Sagði Alexander en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner