Heimild: Guardian
Manchester United hyggst halda Rúben Amorim í stjórastólnum á næsta tímabili, sama hvernig úrslitaleikurinn gegn Tottenham í Evrópudeildinni fer.
Guardian fjallar um þetta en gengi United í ensku úrvalsdeildinni hefur verið afleitt.
Guardian fjallar um þetta en gengi United í ensku úrvalsdeildinni hefur verið afleitt.
Stjórnarmenn Manchester United eru á þeirri skoðun að Portúgalinn eigi skiið að fá sumargluggann til að bæta leikmannahóp sinn og fá inn leikmenn sem passa betur inn í hans hugmyndafræði.
United er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinanr og hefur tapað sautján leikjum. Þetta er versta frammistaða liðsins síðan tímabilið 1973-74.
Mikið er í húfi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar því sigurliðið fær sæti í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður á miðvikudaginn í næstu viku.
Athugasemdir