Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 02. júní 2025 21:48
Anton Freyr Jónsson
Rúnar tekur tapið á sig - „Stundum er þetta bara þjálfaranum að kenna frekar en leikmönnum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram áttust við í loka leik 10.umferðar Bestu deildarinnar. Valur vann 2-1 og framundan er tveggja vikna landsleikjahlé. Rúnar Kristinsson þjálfari Fram ræddi við Fótbolta.net eftir leik á Hlíðarenda í kvöld. 

„Gríðarleg vonbrigði og pirringur yfir því að tapa leiknum."


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Fram

„Valsmenn fá tvö mörk á silfurfati frá okkur og ég hefði alveg verið til í að tapa leiknum ef þeir hefðu spilað okkur sundur og saman og skora tvö góð mörk en ef við erum að gefa þeim tvö mörk þar sem það er markspyrna yfir allan völlinn og Oliver (Elís Hlynsson) klikkar á því að skalla boltann til baka á markmann og Kennie missir boltann á miðjunni og það er ein sending í gegn og Patrick Pedersen er einn áa móti markmanni og það er ekki leiðin sem þú vilt tapa fótboltaleikjum."

„Ég hefði vilja sjá okkur pressa þá betur í fyrri hálfleik en Valsmenn eru vel spilandi og þeir leystu þetta ofboðslega vel. Ég var ekki nógu ánægður með varnarvinnuna í fyrri hálfleik og stundum er það bara þjálfaranum að kenna frekar en strákunum og planið sem við settum upp virkaði kannski ekki alveg."

„Ég sá það klárlega á mínum mönnum og það er komin þreyta í öll lið og við erum líka bara í manneklu. Fred, Tryggva og Frey, þrjá miðjumenn í meiðslum. Magnús Ingi er meiddur og einhverjir fleiri og Már er heldur ekki með og þetta tekur á okkur en ég ætla ekki að kvarta yfir þessu því það eru öll lið að lenda í því sama."
sagði Rúnar en hann á von á að flest allir sem voru á meiðslalista Fram í kvöld verða klárir eftir landsleikjahlé. 
Athugasemdir
banner
banner