Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mónakó vinnur kappið um Mikautadze
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AS Mónakó er búið að vinna kappið um georgíska framherjann Georges Mikautadze, sem kemur úr röðum Metz í Frakklandi.

Mikautadze er 23 ára gamall og hreif marga með frammistöðu sinni með Georgíu á Evrópumótinu í sumar, en hann gerði frábæra hluti með Metz á síðustu leiktíð.

Mikautadze kom að 17 mörkum í 20 leikjum með Metz á láni frá Ajax á síðustu leiktíð og keypti franska félagið leikmanninn svo í sumar, en hann verður seldur beint til Mónakó.

Metz borgaði um 13 milljónir evra fyrir Mikautadze, sem fer til Mónakó fyrir 24 milljónir.

Þetta er í annað sinn sem Metz selur Mikautadze frá sér, en hann var seldur til Ajax í fyrrasumar fyrir 16 milljónir evra eftir að hafa átt lykilþátt í því að koma Metz upp í efstu deild í Frakklandi.

Hann átti afar erfitt uppdráttar í Hollandi og sneri því aftur til Metz hálfu ári síðar og hélt magnaðri markaskorun sinni áfram fyrir félagið.

Ensk úrvalsdeildarfélög á borð við Ipswich Town og Leicester City voru orðuð við Mikautadze í sumar, en leikmaðurinn fer til Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner