Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   þri 13. ágúst 2024 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú af fjórum dýrustu kaupum í sögu Brighton komið í sumar
Brajan Gruda, sá sem er nær á myndinni, á æfingu með þýska landsliðinu.
Brajan Gruda, sá sem er nær á myndinni, á æfingu með þýska landsliðinu.
Mynd: EPA
Brighton er að ganga frá kaupum á þýska miðju- og kantmanninum Brajan Gruda.

Hann kemur til félagsins frá Mainz í heimalandinu en kaupverðið er í kringum 25 milljónir punda.

Hann verður þá fjórði dýrasti leikmaður í sögu Brighton á eftir hollenska miðjumanninum Mats Wieffer sem var keyptur frá Feyenoord fyrr í sumar. Brighton keypti einnig dýrasta leikmann sinn í sögunni í sumar þegar Yankuba Minteh var keyptur frá Newcastle á um 30 milljónir punda.

Gruda er tvítugur miðjumaður sem var lykilmaður hjá Mainz á síðasta tímabili. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Þýskalands.


Athugasemdir
banner
banner