mán 13. september 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og Burnley: Calvert-Lewin ekki með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Everton tekur á móti Burnley í eina leik kvöldsins og síðasta leik fjórðu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson er á sínum stað í byrjunarliði Burnley og byrjar Maxwel Cornet, sem er nýkominn frá Lyon, á bekknum.

Það er enginn James Rodriguez í leikmannahópi Everton og virðist hann ekki vera inni í myndinni hjá Rafael Benitez knattspyrnustjóra.

Dominic Calvert-Lewin er fjarverandi vegna meiðsla og byrjar Demarai Grai í þriggja manna framlínu ásamt Richarlison og Andros Townsend.

Burnley er í leit að sínum fyrsta sigri, liðið er aðeins með eitt stig eftir þrjár umferðir. Everton er taplaust með sjö stig.

Everton: Pickford, Coleman, Mina, Godfrey, Keane, Digne, Townsend, Allan, Doucoure, Gray, Richarlison
Varamenn: Begovic, Kenny, Holgate, Iwobi, Gomes, Gordon, Gbamin, Davies, Rondon

Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Gudmundsson, Westwood, Brownhill, McNeil, Wood, Barnes
Varamenn: Hennessey, Cork, Rodriguez, Lennon, Cornet, Pieters, Bardsley, Vydra, Thomas


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner