Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   mán 13. september 2021 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fjögur mörk á tólf mínútum í sigri Everton
Jóhann Berg lagði upp
Everton 3 - 1 Burnley
0-1 Ben Mee ('53)
1-1 Michael Keane ('60)
2-1 Andros Townsend ('65)
3-1 Demarai Gray ('67)

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem heimsótti Everton í síðasta leik fjórðu umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins.

Staðan var markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik og tóku gestirnir úr Burnley forystuna í upphafi síðari hálfleiks, Ben Mee skallaði þá frábæra fyrirgjöf Jóhanns Bergs í netið.

Michael Keane var búinn að jafna sjö mínútum síðar þegar hann stangaði fyrirgjöf frá Andros Townsend í netið, en Townsend sjálfur kom Everton svo yfir skömmu síðar með stórkostlegu marki eftir frábært einstaklingsframtak. Hann kom inn af kantinum og lét vaða með frábæru skoti utan teigs.

Það leið rétt rúm mínúta þar til þriðja mark Everton leit dagsins ljós, í þetta skiptið var það Demarai Gray sem skoraði eftir frábæra stungusendingu frá Abdoulaye Doucoure. Staðan orðin 3-1 eftir að fjögur mörk litu dagsins ljós á tæpum stundarfjórðungi.

Leikurinn róaðist ekki niður heldur komu bæði lið knettinum aftur í netið en mörkin fengu ekki að standa vegna sóknarbrota. Bæði lið héldu áfram að leita að marki en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan góður 3-1 sigur Everton.

Everton klifrar upp að hlið Manchester United, Chelsea og Liverpool á toppi úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan Manchester City, Tottenham og Brighton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner