Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 13. september 2022 16:30
Innkastið
„Með VAR hefði þetta mark ekki staðið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst eins og Sito brjóti á Alex Frey," segir Sæbjörn Steinke í Innkastinu þegar rætt var um hvort 2-2 jöfnunarmark ÍBV gegn Fram hefði átt að standa.

Telmo Castanheira jafnaði í 2-2 á 82. mínútu og urðu það lokatölur leiksins. Framarar vildu fá brot í aðdraganda marksins en atvikið má sjá neðar í fréttinni.

„Með VAR hefði þetta mark ekki staðið, ég ætla að fullyrða það. Markið hefði verið tekið til baka og Fram hefði unnið þennan leik," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram, sagði eftir leikinn að miðað við þróun hans hefði jafntefli verið sanngjörn niðurstaða.

„Hefðum viljað vinna, að sjálfsögðu, en tiltölulega jafn leikur og erfitt að segja að jafntefli hafi ekki verið sanngjörn úrslit. Mér fannst ÍBV svona megin partinn af leiknum voru bara tiltölulega grimmari en við á seinni boltann og vinna þá og settu okkur oft undir pressu og í vandræði," sagði Jón.

Hér má sjá jöfnunarmark ÍBV:

Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner