Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 13. október 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho vill alls ekki sjá Kane byrja annað kvöld
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er mjög mótfallinn því að Harry Kane verði í byrjunarliði enska landsliðsins gegn Danmörku í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Samkvæmt fréttum frá Englandi ætlar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, að láta Kane byrja annað kvöld.

Mikið álag hefur verið á Kane í byrjun tímabils og hann fann fyrir smávægilegum meiðslum aftan í læri þegar hann kom til móts við enska landsliðið í síðustu viku.

Kane hvíldi gegn Wales á fimmtudag og kom inn á sem varamaður á 66. mínútu í 2-1 sigrinum á Belgum á sunnudag.

Stefnt er á að Kane byrji leikinn annað kvöld en Mourinho er allt annað en ánægður með það þar sem leikmaðurinn hafði spilað 10 leiki á 29 dögum í byrjun tímabils. Mourinho vill að Kane fái áfram frí annað kvöld en næsti leikur Tottenham er gegn West Ham á sunnudaginn.
Athugasemdir