Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2020 17:57
Aksentije Milisic
Þjóðadeildin: Malta skoraði í lokin gegn Lettum
Úr leik Ísland og Möltu árið 2016.
Úr leik Ísland og Möltu árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Tveimur leikjum er lokið í Þjóðadeildinni í kvöld en þeir fóru fram í C og D deild.

Í riðli númer 1 í C-deildinni mættust Azerbaijan og Kýpur. Qara Garayev klúðraði vítaspyrnu fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum og átti það eftir að reynast þeim dýrt.

Ekkert mark var skorað og er Azerbaijan í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig en þetta var fyrsta stig Kýpurs í riðlinum.

Í riðli 1 í D-deildinni áttust við Lettland og Malta. Þar var dramatík en Malta skoraði í uppbótartíma og var þar að verki Steve Borg. Lettland er í 3. sæti riðilsins með þrjú stig en Malta er í 2. sæti með fimm stig.

Í kvöld mætast Þýskaland og Svíþjóð og Úkraína og Spánn svo eitthvað sé nefnt.

Þá fara fram þrír leikir til viðbótar í C og D deild.

Azerbaijan 0 - 0 Cyprus
Latvia 0 - 1 Malta
0-1 Steve Borg

Athugasemdir
banner
banner