Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. október 2021 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold og Jota líklega með um helgina
Trent Alexander-Arnold verður líklega í hópnum gegn Watford
Trent Alexander-Arnold verður líklega í hópnum gegn Watford
Mynd: Getty Images
Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold verða að öllum líkindum með Liverpool gegn Watford um helgina er liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.

Alexander-Arnold missti af leikjum Liverpool gegn Porto og Manchester City fyrir landsleikjatörnina en hann var að gíma við smávægileg meiðsli í vöðva.

Hann er þó orðinn leikfær og mun æfa með liðinu fyrir leikinn gegn Watford en miklar líkur eru á því að hann verði með.

Jota spilaði þá ekki með portúgalska landsliðinu í þessum glugga og ætti einnig að vera klár í verkefnið.

„Þeir eru allir góðir og virðast í góðum málum. Trent og Diogo eru í góðu lagi og munu æfa með okkur á morgun, það er planið," sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool.

„Thiago þarf meiri tíma. Hann er ekki byrjaður að æfa með liðinu og það lofar aldrei góðu fyrir næsta leik. Sumir eru komnir til baka úr landsleikjatörninni en auðvitað eru nokkrir sem eru ekki mættir," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner