Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   sun 13. október 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Cole: Ekki heppni að vinna tvo bikara á tveimur tímabilum
Mynd: Getty Images
Andy Cole, fyrrum markavél Manchester United, svaraði spurningum um fyrrum félagið sitt í gær.

Hann var meðal annars spurður út í framtíð hollenska þjálfarans Erik ten Hag sem einhverjir telja að gæti verið rekinn á næstu dögum. Aðrir telja að hann fái tíma til næsta landsleikjahlés til að snúa gengi Rauðu djöflanna við.

„Að mínu mati þá erum við með góðan þjálfara en ég veit að hvaða ákvörðun sem verður tekin af stjórninni þá verður hún tekin með það í huga að bæta félagið og árangur fótboltaliðsins. Hvernig sem fólk kýs að horfa á þetta þá erum við að ræða um einstakling sem vann tvo bikara á tveimur fyrstu tímabilunum sínum við stjórnvölinn hjá félaginu. Það er ekki auðvelt afrek og getur ekki skrifast á heppni tvö tímabil í röð.

„Félagið getur gert það sem það vill en ef við horfum á stóru myndina þá er ekki hægt að kenna bara þjálfaranum um, þetta snýst líka um leikmennina. Það eru þeir sem þurfa að standa sig og vinna leiki.

„Sir Alex Ferguson, besti stjóri í sögu Man Utd, vann ekki titil fyrstu þrjú árin hjá félaginu. Það hjálpar ekki að vera stöðugt að skipta um þjálfara.

„Ef það væri auðvelt að vinna tvo bikara á fyrstu tveimur tímabilunum þá myndu aðrir gera það líka. Ef þú tekur Pep Guardiola úr myndinni og skoðar bestu þjálfara enska boltans, hvað hafa þeir unnið? Enginn þeirra hefur unnið tvo bikara á fyrstu tveimur tímabilunum sínum."

Athugasemdir
banner
banner
banner