Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   sun 13. október 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Carsley virtist útiloka möguleikann á að halda áfram - „Starfið verðskuldar heimsklassa þjálfara“
Lee Carsley
Lee Carsley
Mynd: EPA
Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska karlalandsliðsins, virtist útiloka möguleikann á því að halda áfram sem þjálfari liðsins á blaðamannafundi í kvöld.

Carsley var gagnrýndur eftir óvænta 2-1 tapið gegn Grikklandi á Wembley og tjáði hann fjölmiðlum að hann myndi þjálfa liðið út næsta landsliðsverkefni og vonaðist síðan eftir því að snúa aftur í U21 árs landsliðið.

Enska liðið svaraði tapinu gegn Grikklandi með því að vinna Finnland í kvöld, 3-1. Jack Grealish, Trent Alexander-Arnold og Declan Rice skoruðu mörkin.

Eftir leikinn talaði Carsley við fjölmiðla og virtst þar endanlega útiloka möguleikann á að vera áfram.

„Yfirmenn mínir hafa verið mjög skýrir með það sem þeir þurfa frá mér. Þetta starf verðskuldar heimsklassa þjálfara sem hefur unnið titla og afrekað allt. Ég er enn á minni vegferð til að komast á þann stað,“ sagði Carsley.
Athugasemdir
banner