mið 13. nóvember 2019 14:13 |
|
Silva í bann fyrir Twitter skilaboð um Mendy
Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Bernardo Silva, leikmann Manchester City, í eins leiks bann fyrir Twitter færslu um liðsfélaga sinn Benjamin Mendy.
Silva sendi færslu á liðsfélaga sinn Bernard Mendy á Twitter þann 22. september og í kjölfarið var hann sakaður um kynþáttafordóma.
Silva líkti Mendy við fígúru sem er framan á spænska súkkulaðinu Conguitos en hann eyddi færslunni af Twitter 45 mínútum eftir að hún var birt.
Auk þess að vera dæmdur í leikbann þarf hinn 25 ára gamli Silva að greiða 50 þúsund pund (8 milljónir króna) í sekt.
Þá þarf hann einnig að fara á námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu.
Silva sendi færslu á liðsfélaga sinn Bernard Mendy á Twitter þann 22. september og í kjölfarið var hann sakaður um kynþáttafordóma.
Silva líkti Mendy við fígúru sem er framan á spænska súkkulaðinu Conguitos en hann eyddi færslunni af Twitter 45 mínútum eftir að hún var birt.
Auk þess að vera dæmdur í leikbann þarf hinn 25 ára gamli Silva að greiða 50 þúsund pund (8 milljónir króna) í sekt.
Þá þarf hann einnig að fara á námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
06:00
14:30
13:18
09:18
21:14