Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   sun 13. nóvember 2022 12:20
Aksentije Milisic
Guardiola: Arsenal er besta lið deildarinnar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sár og svekktur eftir tapleikinn óvænta gegn Brentford í gær en Ivan Toney skoraði tvö mörk og sá til þess að Brentford sótti stigin þrjú á Etihad völlinn.


City reyndi hvað það gat til að finna sigurmarkið en fékk það í bakið á áttundu mínútu uppbótartímans þegar gestirnir komust í skyndisókn og skoruðu.

„Betra liðið vann í dag," viðurkenndi Pep.

„Taktísklega séð vorum við í brasi, við vorum í vandræðum með löngu sendingarnar frá (David) Raya til (Ivan) Toney."

Pep var spurður að því hvort að Arsenal væri besta liðið í deildinni eins og er.

„Já, þeir eru það. Þú ert í fyrsta sæti deildarinnar af því að þú ert besta liðið."

Manchester City er fimm stigum á eftir Arsenal en fyrsti leikur City eftir HM pásuna verður í deildabikarnum gegn Liverpool þann 22. desember.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner