Þýski varnarjaxlinn Mats Hummels er afar spenntur fyrir nýjum þjálfara sem verður ráðinn inn til AS Roma á morgun.
Allt bendir til þess að Claudio Ranieri taki við þjálfarastarfinu eftir að Ivan Juric var rekinn.
Hummels gekk til liðs við Roma á frjálsri sölu í sumar en hefur aðeins einu sinni komið við sögu með liðinu á nýrri leiktíð, þegar hann fékk að spila síðasta hálftímann í 5-1 tapi gegn Fiorentina.
Staðan var 4-1 þegar Hummels var skipt inn en skömmu síðar skoraði hann sjálfsmark til að innsigla 5-1 sigur andstæðinganna.
Hummels er 35 ára gamall og kom við sögu í 40 leikjum með Dortmund á síðustu leiktíð, þar sem hann hjálpaði liðinu að komast alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir