Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 17:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Sjáðu markið: Albert kom Íslandi yfir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland hefur náð forystunni gegn Aserbaísjan í leik liðanna í undankeppni HM.

Fyrstu mínúturnar voru nokkuð rólegar en Aserar komu boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af þar sem um augljósa rangstöðu var að ræða.

Lestu um leikinn: Aserb­aísjan 0 -  2 Ísland

Eftir tuttugu mínútna leik fékk Albert Guðmundsson mikið pláss inn á teignum eftiir laglega sendingu frá Ísak Bergmann Jóhannessyni og kom Íslandi yfir.

„Heimamenn sofna á verðinum Eftir ágæta sóknarlotu Íslands finnur Ísak Albert í risasvæði í teignum. Hann snýr beint í átt að marki og klárar snyrtilega í netið. Heimamenn fórna höndum og vonast eftir rangstöðu en það verður ekki," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu leiksins.


Athugasemdir
banner
banner