Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 13. desember 2021 12:50
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar búinn að skrifa undir hjá ÍBV (Staðfest)
Andri Rúnar Bjarnason geirr þriggja ára samning við ÍBV.
Andri Rúnar Bjarnason geirr þriggja ára samning við ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun flytja til Vestmannaeyja í janúar.

Hann lék síðast á Íslandi 2017, með Grindavík, og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg í Danmörku.

Andri, sem er 31 árs, lék með Helsinborg, Kaiserslautern og svo Esbjerg erlendis. Hann hefur fengið afar fá tækifæri með danska félaginu.

„Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í efstu deild og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum," segir í tilkynningu ÍBV en liðið hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og spilar í deild þeirra bestu á komandi tímabili.

„Velkominn á Heimaey Andri og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!"

Samningur Andra við Esbjerg átti að renna út næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner