Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun flytja til Vestmannaeyja í janúar.
Hann lék síðast á Íslandi 2017, með Grindavík, og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg í Danmörku.
Andri, sem er 31 árs, lék með Helsinborg, Kaiserslautern og svo Esbjerg erlendis. Hann hefur fengið afar fá tækifæri með danska félaginu.
Hann lék síðast á Íslandi 2017, með Grindavík, og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg í Danmörku.
Andri, sem er 31 árs, lék með Helsinborg, Kaiserslautern og svo Esbjerg erlendis. Hann hefur fengið afar fá tækifæri með danska félaginu.
„Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í efstu deild og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum," segir í tilkynningu ÍBV en liðið hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og spilar í deild þeirra bestu á komandi tímabili.
„Velkominn á Heimaey Andri og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!"
Samningur Andra við Esbjerg átti að renna út næsta sumar.
Athugasemdir