Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 10:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jota snýr aftur - Ekki auðvelt að finna mínútur fyrir Chiesa
Chiesa.
Chiesa.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði á fréttamannafundi í dag að Diogo Jota gæti snúið aftur í leikmannahóp Liverpool fyrir leikinn gegn Fulham sem fram fer á morgun.

Portúgalski sóknarmaðurinn Jota hefur frá vegna meiðsla síðan í lok október og Federico Chiesa gæti einnig verið með.

„Ég held þeir verði til taks. Við eigum eina æfingu eftir," sagði Slot á fundinum í dag.

„Federico hefur misst talsvert mikið úr. Við þurfum að sjá til. Kannski verður Diogo í hópnum, kannski Federico líka."

Slot tjáði sig frekar um ítalska kantmanninn Chiesa sem hefur einungis spilað 18 mínútur í úrvalsdeildinni frá komu sinni frá Juventus í sumar.

„Það sem hann þarf eru mínútur á vellinum. Þegar þú hefur ekki spilað 5-6 mánuði þá er stundum erfitt fyrir stjóra að gefa mínútur því þú veist ekki við hverju er að búast. Kannski er leikurinn gegn Southampton góður til að gefa honum mínútur. Hann þarf að komast í sitt form. Hann þarf mínútur. En það er ekki auðvelt að finna mínútur," sagði Slot. Leikurinn gegn Southampton fer fram í næstu viku og er í deildabikarnum.

Alisson Becker sneri aftur í lið Liverpool gegn Girona í vikunni og eru allar líkur á að hann verji marki Liverpool á morgun. Leikurinn gegn Fulham hefst klukkan 15:00 á morgun og fer fram á Anfield.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner