Daði Fannar Reinhardsson er búinn að framlengja samning sinn við Njarðvík eftir að hafa leikið á láni hjá Árbæ í fyrra.
Daði Fannar er fæddur 2003 ólst upp hjá Reyni í Sandgerði áður en hann skipti yfir til Njarðvíkur fyrir sex árum síðan.
Daði á í heildina fimm KSÍ-leiki að baki fyrir Njarðvík en hann hefur staðið sig vel á milli stanganna í æfingaleikjum liðsins í vetur og fær því þriggja ára samning.
Daði spilaði 13 leiki með Árbæ í deild og bikar í fyrra en sumarið 2023 var hann varamarkvörður Reynis Sandgerðis þegar hann fór til uppeldisfélagsins á lánssamningi.
Hann á tvo leiki að baki í Lengjudeildinni frá sumrinu 2024 þegar hann var varamarkvörður hjá Njarðvík.
Athugasemdir





