Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 12:00
Kári Snorrason
Landslið Bestu deildarinnar - Baldur Sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Kri fær kallið.
Gummi Kri fær kallið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svo fær Hallgrímur Mar kallið því það er skandall að hann eigi ekki landsleik.“
„Svo fær Hallgrímur Mar kallið því það er skandall að hann eigi ekki landsleik.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rétt tæpur mánuður er í æfingaleik Íslands og Mexíkó. Leikurinn verður utan hefðbundins landsleikjaglugga og verður hópurinn að mestu skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni.

Í tilefni þess höfum við á Fótbolta.net fengið vel valdna álitsgjafa til þess að setja saman landslið leikmanna úr Bestu deildinni.

Að þessu sinni er fyrrum leikmaðurinn og nú sparkspekingurinn Baldur Sigurðsson fenginn til þess að velja úrvalslið íslenskra leikmanna úr Bestu deildinni. Liðið og umsögn Baldurs má sjá hér fyrir neðan.



Byrjunarliðið mitt er valið út frá leikmönnum sem voru í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Anton Ari Einarsson fær markið og svo verða Víkingarnir Karl Friðleifur Gunnarsson og Helgi Guðjónsson í bakvörðunum og verða seldir út eftir leikinn.

Ég vil hraða hafsenta sem geta borið boltann upp og því vel ég Hans Viktor Guðmundsson og Guðmund Kristjánsson.

Miðjan er ógnarsterk með Daníel Hafsteinssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Svo fær Hallgrímur Mar Steingrímsson kallið því það er skandall að hann eigi ekki landsleik.

Frammi er Eiður Gauti Sæbjörnsson til að pósta upp og skalla inn fyrirgjafir bakvarðanna. Á köntunum vil ég hraða og menn sem hlaupa inn fyrir linnulaust allan leikinn og þar eru þeir Ágúst Orri Þorsteinsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Easy win.

Fyrri lið:
Sigurbjörn Hreiðarsson
Hrafnkell Freyr Ágústsson
Athugasemdir
banner
banner