Það er tæp vika eftir af félagaskiptaglugganum og er Chelsea enn að reyna að losa sig við Raheem Sterling og Axel Disasi.
Sterling er á risastórum samningi þar sem hann fær rúmlega 300 þúsund pund í vikulaun en hefur ekki spilað keppnisleik fyrir Chelsea í meira en eitt og hálft ár.
Félagið hefur reynt að selja hann en þær tilraunir hafa ekki borið árangur vegna alltof hárra launakrafa. Sterling er með eitt og hálft ár eftir af samningi og vill ekki skipta um félag á lánssamningi.
Chelsea er því í viðræðum við Sterling um starfslokasamning en leikmaðurinn hefur verið úti í kuldanum allt tímabilið. Hann hefur þurft að æfa einn síns liðs eða með unglingaliðinu.
Sterling er 31 árs gamall og lék síðast á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð.
Þá eru mörg félög áhugasöm um Disasi og virðist West Ham United vera líklegasti áfangastaðurinn. Miðvörðurinn var úti í kuldanum þar til nýlega þegar hann fékk leyfi til að æfa aftur með leikmannahópi Chelsea eftir að Liam Rosenior tók við þjálfun aðalliðsins.
20.01.2026 18:03
Disasi fær tækifæri hjá Rosenior
Þrátt fyrir að vera byrjaður að æfa með félögunum vill Chelsea selja varnarmanninn eða lána hann út fyrir gluggalok. Disasi er 27 ára gamall og með þrjú og hálft ár eftir af samningi.
Að lokum mun sænsk-danski markvörðurinn Filip Jörgensen vera áfram innan herbúða Chelsea þrátt fyrir lítinn spiltíma og áhuga frá félögum víðs vegar um Evrópu.
Chelsea vill ekki missa svona sterkan markvörð frá sér enda veitir hann mikilvæga samkeppni fyrir aðalmarkvörðinn Robert Sánchez.
Chelsea borgaði tæplega 25 milljónir evra til að festa kaup á Jörgensen sumarið 2024. Hann spilaði 24 leiki á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að liðið vann Sambandsdeildina.
Jörgensen er að glíma við meiðsli þessa dagana eftir að hafa orðið fyrir hnjaski í naumum sigri gegn Pafos í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Athugasemdir




