Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   mið 28. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fram fær Katrínu úr Mosfellsbæ (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fram
Fram er búið að krækja sér í nýjan kantmann sem kemur til liðsins úr röðum Aftureldingar.

Katrín S. Vilhjálmsdóttir er fædd 2004 og var meðal bestu leikmanna í liði Aftureldingar sem hríðféll úr Lengjudeildinni í fyrra með 6 stig úr 18 leikjum.

Katrín er uppalin hjá Fjölni og FH og tók sín fyrstu skref með meistaraflokki í Hafnarfirði þar sem hún á leiki að baki fyrir ÍH og FH.

Fyrir þremur árum skipti hún yfir í Aftureldingu og núna er komið að nýjum kafla með Fram, sem leikur í Bestu deildinni eftir að hafa endað fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið í fyrra.

Katrín skoraði eina mark Fram í stóru tapi gegn Víkingi R. í undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gærkvöldi.


Athugasemdir